Djúpavogshreppur
A A

Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024

Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024

Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024

Ólafur Björnsson skrifaði 02.11.2019 - 09:11

Sóknaráætlun Austurlands fyrir árin 2020-2024 hefur verið send inn í opið samráðferli þar sem allir geta sent inn ábendingar og tillögur varðandi áætlunina; markmið hennar og innihald.

Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024 er þróunaráætlun landshlutans og felur í sér stöðumat hans, framtíðarsýn, markmið og aðgerðaáætlun til að ná fram þeirri framtíðar­sýn. Áætlunin er unnin samkvæmt samningi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) við samgöngu- og sveitar­stjórnarráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Sóknaráætlun horfir til lýðfræðilegra þátta og eflingu mannlífs auk menningarmála, atvinnumála og umhverfismála. Sóknaráætlun tekur til samstarfs innan landshlutans og út á við þar sem það á við. Sóknaráætlun lítur til stefnumótunar og áætlunargerðar sveitarfélaganna og svæðisskipulags Austurlands. Enn fremur voru sett fram leiðarljós fyrir landshlutann sem byggja á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Við gerð Sóknaráætlunar var skipaður samráðshópur sem var settur saman þannig að þar væri sem breiðust aðkoma
sveitarstjórna, stofnana, atvinnulífs, menningarlífs, fræðasamfélags og annarra haghafa í landshlutanum.

Drög að Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024 eru til kynningar og samráðs í Samráðsgátt stjórnvalda og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar þar á vefnum, samradsgatt.is, til og með 8. nóvember næst komandi.

Taktu þátt!

> Sóknaráætlun Austurlands í samráðsgátt