Söguslóð á Suðausturlandi 6. og 7. júní

Samstarfshópur um sögutengda ferðaþjónustu býður til opnunarhátíðar Söguslóðar á Suðausturlandi helgina 6. og 7. júní.
Söguslóð á Suðausturlandi verður opnuð formlega helgina 6. og 7. júní næstkomandi. Um er að ræða verkefni sem unnið hefur verið í samvinnu fjölmargra aðila á svæðinu frá Djúpavogi að Skaftafelli.
Ferðafólki gefst nú kostur á að ferðast eftir merktri söguslóð allt frá Berufirði og út á Skeiðarársand. Einnig verða settar upp tvær nýjar sögusýningar í Löngubúð og Þórbergssetri sem fjalla um mannaferðir og fyrstu búsetu manna á svæðinu, papa , landnámið og tengingar íbúa Suðausturlands við höfðingjaættir á Norðurlöndum á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Dagskrá verður á Djúpavogi 6. júní þar sem Marteinn H Sigurðsson norrænufræðingur fjallar um Papa og Papaörnefni í Vestur Evrópu og Þorvaldur Friðriksson fréttamaður um keltnesk áhrif á Íslandi. Siglt verður út í Papey og söguslóðir þar kannaðar. Daginn eftir 7. júní verður svipuð dagskrá fí Þórbergssetri og farið í ferðalag í Papbýli í Steinadal að skoða þar ævafornar fornleifar sem fundust fyrir nokkrum árum og sanna búsetu þar fyrir árið 1000.
Í allt sumar verður síðan hægt að koma við á öllum helstu söfnum og gestastofum á svæðinu og nálgast bækling um söguslóðina.. Síðan er bara að leggja af stað, njóta fræðslu á hverjum stað, ýmist af fræðsluskiltum úti í náttúrunni eða með heimsóknum á söfn, sýningar og í gestastofur .
Allir eru velkomnir á opnunarhátíð í Löngubúð og Þórbergssetri, en panta þarf sérstaklega í ferðina í Papey kl 14:00 laugardaginn 6. júní.
Opnun söguslóðar í Löngubúð og formleg opnun verkefnisins Söguslóðar á Suðausturlandi
Laugardagur 6. júní
11:00 Opnun söguslóðar í Löngubúð
11:30 Ingimar Sveinsson ávarpar samkomuna
11:50 Papar fyrir vestan haf og sögulegur bakgrunnur þeirra: Marteinn H Sigurðsson
12:20 Léttar veitingar, súpa og brauð
12:50 Keltnesk orð og örnefni, Þorvaldur Friðriksson fréttamaður
13:20 Sýningar skoðaðar
14:00 Ferð til Papeyjar
Opnun söguslóðar í Þórbergssetri og formleg opnun verkefnisins Söguslóðar á Suðausturlandi
Sunnudagur 7. júní
11:00 Opnun söguslóðar í Þórbergssetri
11:30 Papar fyrir vestan haf og sögulegur bakgrunnur þeirra: Marteinn H Sigurðsson
11:50 Rögnvaldur Eysteinsson jarl af Mæri og synir hans: Fjölnir Torfason
12:20 Léttar veitingar, kjötsúpa, kökur og kaffi
12:50 Keltnesk orð og örnefni, Þorvaldur Friðriksson
13:20 Sýningar skoðaðar
14:00 Ferð í Papbýli
VONUMST TIL AÐ SJÁ SEM FLESTA
ALLIR VELKOMNIR