Söguslóð á Suðausturlandi - opnunarhátíð

Sýning Söguslóð á Suðausturlandi var opnuð síðastliðna helgi en opnunarhátíð var haldin í Löngubúð á laugardeginum og á Þórbergssetri á sunnudeginum. Eftir stutta athöfn í Löngubúðinni var siglt með Papeyjarferðum út í Papey en þar fengu gestir að fræðast betur um sögu þessa merku eyjar. Á sunnudeginum eftir athöfn á Þórbergssetri var farið inn að Papbýli, fyrir neðan Steinafjall, og skoðaðar rústir sem taldar eru frá tímum Papa á Íslandi.
Verkefnið Söguslóð á Suðausturlandi hefur verið unnið í samvinnu fjölmargra aðila á svæðinu frá Djúpavogi að Skaftafelli. Ferðafólki gefst nú kostur á að ferðast eftir merktri söguslóð allt frá Berufirði og út á Skeiðarársand. Einnig verða settar upp tvær nýjar sögusýningar í Löngubúð og Þórbergssetri sem fjalla um mannaferðir og fyrstu búsetu manna á svæðinu, papa , landnámið og tengingar íbúa Suðausturlands við höfðingjaættir á Norðurlöndum á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Um er að ræða verkefni sem unnið hefur verið í samvinnu fjölmargra aðila á svæðinu frá Djúpavogi að Skaftafelli. Ferðafólki gefst nú kostur á að ferðast eftir merktri söguslóð allt frá Berufirði og út á Skeiðarársand. Einnig verða settar upp tvær nýjar sögusýningar í Löngubúð og Þórbergssetri sem fjalla um mannaferðir og fyrstu búsetu manna á svæðinu, papa, landnámið og tengingar íbúa Suðausturlands við höfðingjaættir á Norðurlöndum á fyrstu öldum Íslandsbyggðar.
Í allt sumar verður síðan hægt að koma við á öllum helstu söfnum og gestastofum á svæðinu og nálgast bækling um söguslóðina. Síðan er bara að leggja af stað, njóta fræðslu á hverjum stað, ýmist af fræðsluskiltum úti í náttúrunni eða með heimsóknum á söfn, sýningar og í gestastofur.
Við bjóðum alla velkomna á sýningu og vonum að sem flestir nýti sér þetta skemmtilega tækifæri til þess að fræðast betur um þá merku sögu sem við eigum hér á þessu svæði.
Myndir frá helginni má sjá með því að smella hér
BR