Djúpivogur
A A

Söfnun vegna mengunarslyss í Ungverjalandi

Söfnun vegna mengunarslyss í Ungverjalandi

Söfnun vegna mengunarslyss í Ungverjalandi

skrifaði 15.10.2010 - 11:10

Eins og komið hefur fram í fréttum að undanförnu hefur ríkt neyðarástand vegna gríðarlegs mengunarslyss í súrálsverksmiðju í Ungverjalandi sem er ekki séð fyrir endan á. Mengunarflóðið fór meðal annars yfir sjö þorp og bæi og hafa 9 manns látist af völdum þess og mörg hundruð eru slasaðir og eiga um sárt að binda. Þá hafa þúsundir misst heimili sín og má búsast við að stór landsvæði verði óbyggileg vegna mengunar til langs tíma með ófyrirséðum afleiðingum.
 
Um 200 Ungverjar sem nú eru búsettir á Íslandi og koma sumir hverjir af þessu hamfarasvæði, hafa í ljósi þessa hörmulega ástands í fyrrum heimalandi sínu stofnað söfnunarreikning hérlendis til að sýna löndum sínum stuðning.
 
Eins og flestir vita er tónlistarkennarinn okkar, József Béla Kiss, ungverskur.

Hann hefur veg og vanda að söfnuninni og vill benda þeim, sem vilja leggja söfnunarátakinu lið, á að hægt er leggja framlag inn á söfnunarreikninginn hér að neðan:

Reikningur: 1147-05-000700

Kennitala: 0310704069

ÓB
Mynd: Reuters