Djúpivogur
A A

Söfnun fyrir æfingatækjum

Söfnun fyrir æfingatækjum

Söfnun fyrir æfingatækjum

skrifaði 27.10.2011 - 21:10

Sl. tvö ár hefur grunnskólinn tekið þátt í Skólahreysti.  Fyrsta árið lentum við í 9. sæti en í fyrra lentum við í 4. sæti.  Mikill áhuga er hjá mörgum nemendum að taka þátt í þessu verkefni og hefur það virkað hvetjandi á marga að hreyfa sig meira og styrkja.
Það hefur þó staðið okkur fyrir þrifum að æfingaaðstaðan, fyrir þessi sérhæfðu verkefni, mætti vera betri.  Nú er hægt að festa kaup á sérstökum æfingatækjum sem eru sniðin að þörfum þeirra sem eru að æfa fyrir Skólahreysti.  Tækin kosta um 150.000.- með vsk. og hafa grunnskólinn og Neisti áhuga á að festa kaup á slíkum tækjum.  Ljóst er að kostnaðurinn er þó töluverður og er því hér með óskað eftir styrkjum frá fyrirtækjum og félagasamtökum sem hafa áhuga á að leggja þessu málefni lið.  Hægt er að lesa um tækin og skoða myndir af þeim á síðunni hér fyrir neðan.

http://www.skolahreysti.is/Xodus.aspx?id=111&MainCatID=26&CatID=0

Að lokum má geta þess að austurlandsriðillinn fer fram á Egilsstöðum 15 mars 2012, klukkan 14:00. 

Þeim sem hafa áhuga á að leggja málinu lið er bent á að hafa samband við Halldóru í grunnskólanum.  HDH