Djúpavogshreppur
A A

Snúum vörn í sókn!

Snúum vörn í sókn!
Cittaslow

Snúum vörn í sókn!

Ólafur Björnsson skrifaði 22.04.2020 - 11:04

Á fundi sveitarstjórnar 16. apríl var farið yfir stöðu mála í sveitarfélaginu með tilliti til áhrifa Covid – 19. Líkt og gildir með flest öll sveitarfélög eru áhrifin umtalsverð.

Sveitarstjórn samþykkti á fundinum að grípa til sértækra ráðstafana af þessum sökum sem felast m.a. í eftirfarandi:

a) Eindaga fasteignagjalda í apríl og maí frestað til nóvember og desember. Frekari frestun til skoðunar ef þurfa þykir.
b) Íbúar sem verða fyrir tekjufalli geta samið um greiðslufrest vegna gjalda í leik- og grunnskóla.
c) Almennum viðhaldsverkefnum verður flýtt þar sem þess er kostur.
d) Vinnu við deiliskipulag þ.m.t. skólalóð verði flýtt eftir því sem kostur er með það fyrir augum að flýta framkvæmdum.
e) Áhersla verður lögð á sveigjanleika í innheimtu m.a. með niðurfellingu dráttarvaxta, sem koma til vegna ástandsins, fyrri hluta ársins.
f) Lögð verður áhersla á virka upplýsingagjöf til íbúa meðan ástandið varir.
g) Ráðinn verður verkefnisstjóri tímabundið í samstarfi við Austurbrú til að fylgja eftir aðgerðaáætlun sveitarstjórnar.

Gert er ráð fyrir að viðbrögð sveitarfélagsins verði endurskoðuð ef þurfa þykir og það þá kynnt íbúum jafnóðum. Ljóst er að áhrif ástandsins á fjárhag sveitarfélagsins verða einnig veruleg og þessa dagana er unnið að endurskoðun á fjárhagsáætlun með það fyrir augum að ganga frá viðauka við fjárhagsáætlun á næsta fundi sveitarstjórnar.Rétt er að geta þess að á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir umtalsverðum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins s.s. vegna fráveitu, hafnarframkvæmda o.fl. Einnig er gaman að geta þess að fljótlega verður greint frá byggingaráformum í Markarlandi en þar er unnið að undirbúningi vegna byggingar raðhúss á vegum Hrafnshóls ehf. og leigufélagsins Nýjatúns.

Íbúar Djúpavogshrepps hafa áður sýnt hvers þeir eru megnugir þegar á móti blæs og nú sem fyrr gildir að allir leggist á eitt og vinni saman að því viðfangsefni sem bíður okkar næstu mánuðina.

Sveitarstjóri


Framkvæmdir í sundlaug Djúpavogs eru nú í fullum gangi, m.a. verið að skipta út heitu pottunum sem komnir voru til ára sinna.


Framkvæmdir í sundlaug Djúpavogs eru nú í fullum gangi, m.a. verið að skipta út heitu pottunum sem komnir voru til ára sinna.


Hér er verið að leggja nýjan hjólastólaramp utan við Íþróttamiðstöð Djúpavogs