Djúpivogur
A A

Snædalsfoss í 3D

Snædalsfoss í 3D

Snædalsfoss í 3D

Ólafur Björnsson skrifaði 22.01.2020 - 10:01

Um þessar mundir er deiliskipulagstillaga vegna uppbyggingar áningarstaðar við Snædalsfoss í landi Bragðavalla í auglýsingu.

Djúpavogshreppur hefur um árabil verið samstarfsaðili í þróunarverkefninu Cities that Sustain Us, sem m.a. felur í að nýta nýjustu þrívíddartækni til að kanna sálfræðilegt samspil fólks og umhverfis. Af þeim sökum hefur ofangreind skipulagstillaga verið færð inn í gagnvirkt tölvugert þrívíddarumhverfi og skapar það tækifæri til að stíga inn í framtíðina, sjá og upplifa staðinn ljóslifandi í anda sem tillagan gerir ráð fyrir. Sjón er sögu ríkari.

Samstarfsaðilar Djúpavogshrepps í þessu verkefni eru TGJ, Háskólinn í Reykjavík og Tækniþróunarsjóður Íslands.