Djúpavogshreppur
A A

Skuggakosningar í Djúpavogsskóla

Skuggakosningar í Djúpavogsskóla

Skuggakosningar í Djúpavogsskóla

Ólafur Björnsson skrifaði 14.10.2019 - 14:10

Í tilefni af kosningu um sameiningu sveitarfélaganna Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar höfum við í Djúpavogsskóla verið að fjalla um lýðræði og lýðræðislega kosningu. Í framhaldi af því fengum við sveitarstjórann til að koma með kynningu á sameiningunni fyrir börnin og starfsfólk. Miklar og góðar umræður hafa skapast og börnin mjög áhugasöm. Lokapunktur í þessari fræðslu verða svo skuggakosningar miðvikudaginn 16. október.

Helga Rún Guðjónsdóttir, Djúpavogsskóla