Skrifstofuþjónusta Austurlands opnar starfsstöð á Djúpavogi

Skrifstofuþjónusta Austurlands opnar starfsstöð á Djúpavogi skrifaði - 18.09.2017
16:09
Opnuð hefur verið ný starfsstöð Skrifstofuþjónustu Austurlands á Djúpavogi. Forstöðumaður hennar er Lilja Dögg Björgvinsdóttir.
Lilja er viðurkenndur bókari og hefur reynslu af bókhaldsstörfum. Skrifstofan er til húsa í Sambúð (Mörk 9) á Djúpavogi.
Síminn á skrifstofunni 478-1161, farsími Lilju er 867-9182 og netfang lilja@skrifa.is.
Um leið og við fögnum Lilju Dögg sem nýjum starfsmanni væntum við þess að atvinnurekendur á Djúpavogi og nágrenni taki þessari auknu þjónustu fagnandi og nýti sér þá þekkingu og reynslu sem starfsfólk SKRIFA býr nú yfir.
Fréttatilkynning frá Skrifstofuþjónustu Austurlands.
ÓB