Djúpivogur
A A

Skotmót Skotmannafélags Djúpavogs um Hammond

Skotmót Skotmannafélags Djúpavogs um Hammond

Skotmót Skotmannafélags Djúpavogs um Hammond

skrifaði 19.04.2017 - 12:04

Haldin verða tvö skotmót yfir Hammondhátíðina, sjá allar nánari upplýsingar hér fyrir neðan:

Fimmtudaginn 20.apríl kl. 10:00  - Hammondtófan 2017 verður haldin á skotsvæði Skotmannafélags Djúpavogs 

Skotið verður á skuggamyndir af tófum, 10 skot, á 50-550 metra færi.
Öll kaliber leyfð. Nánari keppnisreglur má finna hér að neðan.
Þátttökugjald kr. 2000.-
Skráningar hjá formanni Skotmannafélags Djúpavogs, Nökkva, í síma 843-1115

Mótsstjóri er Stefán Eggert Stefánsson 896-7861

 Reglur:

1.  Skotið verður á skuggamyndir af Tófum á færum frá 50 - 550 metra.

2.  Skífurnar verða á 10 mismunandi færum fyrir hvern skotmann, sem þýðir    að þetta eru 10 skot á mann.

3.  Skotið verður liggjandi, aðeins eitt skot á hverja Silhouette-u.

4.  Enginn æfingarskot eru leyfð á mótsdag, tófuveiðimenn eins og aðrir veiðimenn eru búnnir að prófa byssurnar sínar áður en haldið er til veiða.

5.  Gefin eru stig fyrir hittni.  4, 7 og 10 stig.

6.  Meirihluti kúlugats verður að vera innan silhouette-u til þess að það telji sem hitt (dómnefnd sker úr um vafaatriði).

7.  Ef kúlan snertir línuna sem liggur á milli stiga svæða þá gildir lægra skorið.  Til þess að fá 10 stig þá má kúlan ekki snerta línuna sem skilur á milli 7 og 10 stiga svæðisins.

8.  Ef tveir eða fleiri verða jafnir að stigum í lok keppninar verður bráðabani til þess að skera úr um sigurveigara.

9.  Tíminn til þess að skjóta þessi 10 skot og mæla fjarlægðir verður 15 mínútur.  Bannað er að mæla fjalægðir fyrr en skotmenn hafa komið sér fyrir á skotstað.

10.  Benchrest rifflar (Markrifflar) eru ekki leyfðir í þessari keppni, heldur einungis veiðirifflar með tvífæti.  (SAKO TRG og Tikka T3 Tactical eru taldir með veiðirifflum, enda fjöldinn allur af veiðimönnum sem notar orðið slíka riffla).

11.  Muzzle-break (Hlaupbremsa) er óheimil vegna þess mikla hávaða sem hún framkallar.

12.  Ekki má nota rest, hvorki að framan eða aftan. (Bara tvífót).

13.  Úrskurður dómnefndar er endanlegur.

 Taka skal fram við skráningu:

Nafn:

Riffil tegund:

Sjónauka (tegund og stækkun): 

Kaliber:

Kúla (tegund og þyngd):

Mótagjald er 2.000.- greitt á staðnum með seðlum, þar sem enginn posi verður til staðar.

 

Laugardaginn 22. apríl kl. 10:00 mun skotmannafélag Djúpavogs standa fyrir sínu árvissa móti á skotsvæði félagsins.

Skotið verður eftir lítillega breyttum reglum UST varðandi skotpróf til hreindýraveiða.

Skotið verður á 100 og 200 metrum. Öll kaliber leyfð.

Skráningar hjá formanni Skotmannafélags Djúpavogs, Nökkva, í síma 843-1115 fyrir kl. 12:00, föstudaginn 21. apríl

Taka skal fram við skráningu:

Nafn:

Riffil tegund:

Sjónauka (tegund og stækkun): 

Kaliber:

Kúla (tegund og þyngd):


Þátttökugjald kr. 1.000.-

BR