Djúpivogur
A A

Skotmót

Skotmót

Skotmót

skrifaði 23.04.2013 - 14:04

Fyrirhugað er að halda Riffilskotmót inn á skotsvæðinu á Hamarsáraurum laugardaginn 27. apríl kl 12:00.

Skotið verður á skífur frá Umhverfisstofnun (Ust) á 100m og 200m og farið eftir reglum Ust varðandi skotpróf til hreindýraveiða. Einnig geta menn þá tekið skotprófið í leiðinni.

Skotin verða 5 skot á 100m og 3 skot á 200m.
Samanlagt skor ræður úrslitum í mótinu.

Einungis er heimilt að nota hreindýrakaliber og að lágmarki 100 gr. kúlu.

Þátttökugjald er 2.000 krónur en 4.500 fyrir þá sem vilja taka skotpróf.

Skráning í síma 843-1115 eða á nokkvi@simnet.is fyrir föstudaginn 26. apríl.

Skotmannafélag Djúpavogs