Djúpivogur
A A

Sköpunarkjarkur í Djúpinu - formleg opnun og frítt námskeið

Sköpunarkjarkur í Djúpinu - formleg opnun og frítt námskeið

Sköpunarkjarkur í Djúpinu - formleg opnun og frítt námskeið

skrifaði 31.10.2014 - 08:10

Mánudaginn 3. nóvember verður boðið upp á frítt námskeið í Djúpinu og um kvöldið verður síðan formleg opnun á frumkvöðlasetrinu.

Kl. 16:00 - Fyrirlestur og námskeiðið Sköpunarkjarkur. Námskeiðið er lauslega byggt á bókinni Creative Confidence eftir bræðurna Tom og David Kelly. Kennt verður á einföld verkfæri sem nýst geta til að virkja sköpunarkraftinn. Öll erum við skapandi! Kennari er Karl Guðmundsson, ráðgjafi í vöruþróun og markaðsmálum.

Námskeiðið er FRÍTT. Skráning í tölvupósti á frumkvodlasetur@djupivogur.is. Takmarkaður sætafjöldi.

Kl. 20:00 - Opið hús. Formleg opnun á Djúpinu. Kaffi á könnunni og sköpunargleði í loftinu. Allir velkomnir!

Eftirfarandi aðilar gera Djúpinu kleift að bjóða upp á námskeiðið Sköpunarkjarkur:

Sparisjóðurinn, PVA, Langabúð, Við voginn, Hótel Framtíð og Vísir hf.