Djúpivogur
A A

Skonrokk á Hammondhátíð

Skonrokk á Hammondhátíð

Skonrokk á Hammondhátíð

skrifaði 18.01.2014 - 15:01

Hammondhátíð Djúpavogs tilkynnti óvænt í dag hvað verður í boði fyrir gesti hátíðarinnar á föstudagskvöldinu í ár, nánar tiltekið 25. apríl.

Það óhætt að segja að það verði sannkölluð flugeldasýning á Hótel Framtíð þar sem Tyrkja-Gudda ætlar að mæta og flytja mörg af bestu lögum rokksögunnar undir yfirskriftinni Skonrokk. 

Söngvararnir Birgir Haraldsson, Magni Ásgeirsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Pétur Örn Guðmundsson fara fyrir þessum hópi en þá eru einnig hljóðfæraleikararnir Stefán Örn Gunnlaugsson, Birgir Nielsen, Ingimundur Níels Óskarsson, Einar Þór Jóhannsson og Sigurgeir Sigmundsson.

Búið var að gefa út áður að dagskrá Hammondhátíðar yrði tilkynnt í byrjun febrúar, en aðstandendur hátíðarinnar segjast hafa viljað gefa fólki örlítið forskot á sæluna með þessari tilkynningu.

ÓB