Djúpavogshreppur
A A

Skóli hefst

Skóli hefst

Skóli hefst

skrifaði 25.08.2006 - 00:08

Ekki var annað að skynja hjá börnunum en að tilhlökkun væri yfir því að hefja skólastarfið.  Ótrúlegt var að sjá hvað tognað hafði úr sumum nemendum á ekki lengri tíma.

Kl. 13:00 opnaði Bergþóra Birgisdóttir, formaður Kvenfélagsins Vöku,  formlega nýju náttúrufræðistofuna, með lyklinum hennar Þórunnborgar.  Þrátt fyrir að stofan sé ekki búin fullkomnustu tækjum og tólum þá er þarna kominn góður vísir að náttúrufræðistofu og var ekki annað að sjá en að fólki litist vel á.  Það sem m.a. var keypt fyrir peninginn frá þeim kvenfélagskonum voru 3 smásjár, rafgreiningartæki, frumeindasett, líkön, stafræn smásjá, stórt lotukerfiskort, tilbúin sýni fyrir smásjár, bæði úr jurta- og dýraríkinu o.m.fl.  Enn og aftur þökkum við þeim kvenfélagskonum fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Kennarar og starfsfólk Grunnskóla Djúpavogs bjóða nemendur og forráðamenn velkomin til starfa skólaárið 2006 - 2007.