Djúpivogur
A A

Skólaslit

Skólaslit

Skólaslit

skrifaði 02.06.2014 - 09:06

Síðastliðinn laugardag voru skólaslit í Djúpavogsskóla. Þá var elsti árgangur leikskólans útskrifaður sem og 10. bekkur grunnskólans. Skólastjóri hélt stutta ræðu um skólastarf, Hörður lofaði og kvaddi 10. bekk og Ragnar Sigurður hélt eftirminnilega ræðu frá þeim bekkjarfélögum. Því næst fengu nemendur einkunnamöppur sínar afhentar og sungnir voru skemmtilegir söngvar undir stjórn Andreu. 

Opið hús var bæði í grunn- og leikskóla og fóru nemendur og aðrir gestir á þá staði til að skoða afrakstur vetrarins. Hér má sjá myndir sem teknar voru í kirkjunni.

LDB