Djúpivogur
A A

Skólahreysti

Skólahreysti

Skólahreysti

skrifaði 18.03.2013 - 08:03

Krakkarnir okkar stóðu sig frábærlega í Skólahreysti og enduðu í 6. sæti.  Þórunn Amanda gerði sér lítið fyrir og sigraði armbeygjukeppnina og óskum við henni og krökkunum til hamingju með flotta frammistöðu.

Klappliðið var líka til fyrirmyndar og skörtuðu þau gulu Neistagöllunum, ásamt því að skreyta hár sitt og andlit í gulum og páskalegum lit.

Á myndinni sem fylgir með fréttinni má sjá Þórunni í viðtali við sjónvarpsfólkið sem kemur alltaf með.  Þátturinn frá Egilsstöðum verður sýndur á RÚV þann 26. mars.
Það verður spennandi að fylgjast með á næsta ári því þeim hefur farið ótrúlega mikið fram.  HDH