Skóladagatal 2011 - 2012

Skóladagatal 2011 - 2012 skrifaði - 11.08.2011
14:08
Nú hefur menntamálaráðuneytið svarað erindi skólastjóra varðandi fyrirhugaða styttingu skólaárs grunnskólans um tvær vikur og lengingu skóladagsins um tvær kennslustundir. Ráðuneytið gerir ekki athugasemdir við þessar skipulagsbreytingar sem hugsaðar eru til næstu tveggja skólaára.
Sameiginlegt skóladagatal skóladeildanna þriggja, þ.e. grunn-, leik- og tónlistarskóla er því birt hér á síðunni og mun hinn nýi skóli Djúpavogsskóli því starfa eftir því á komandi skólaári. Skóladagatalið má finna hér. HDH