Skólabyrjun

Skólabyrjun
skrifaði 25.08.2013 - 17:08Til foreldra / forráðamanna barna í grunn- og tónskólanum
Ég vil minna á að grunnskólinn og tónskólinn hefjast mánudaginn 2. september með opnu húsi.
Nemendur 1. bekkjar mæta klukkan 9:30 í grunnskólann
Nemendur 2. bekkjar mæta milli 10:30 og 14:00 í grunnskólann, þegar þeim hentar
Nemendur 3. - 10. bekkjar mæta milli 10:00 og 14:00 í grunnskólann, þegar þeim hentar
Innritun í tónskólann fer fram frá 10:00 - 16:00 í tónskólanum. Mikilvægt er að foreldrar mæti með börnum sínum og velji hljóðfæri, auk þess sem skráð er í veltitíma o.fl.
Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 3. september klukkan 8:05.
Á miðvikudag eða fimmtudag fá foreldrar bréf í venjulegum pósti, með nánari upplýsingum, auk þess sem hefðbundnir skráningarmiðar í mötuneyti, lengda viðveru (1.-4. bekkur), drykkjarmiðar, upplýsingar um skráningu í tónskóla og Neistamiðar fylgja með.
Hlökkum til að starfa með ykkur í vetur,
f.h. starfsfólks grunn- og tónskólans,
Halldóra Dröfn, skólastjóri