Skógardagurinn 2013

Skógardagurinn 2013
skrifaði 19.06.2013 - 12:06Skógardagur leikskólans verður haldinn laugardaginn 22. júní nk.
Við ætlum að hittast við hliðið klukkan 14:00. Þaðan verður gengið áleiðis að Aðalheiðarlundi og munu leikskólabörnin, með aðstoð foreldra, hengja upp listaverkin sín á leiðinni. Þegar við komum inn í Aðalheiðarlund ætlum við að eiga þar saman góða stund, borða nesti (sem við komum með sjálf) og spjalla og leika okkur.
Allir íbúar sveitarfélagsins eru velkomnir.
Starfsfólk og nemendur Bjarkatúns.