Djúpivogur
A A

Skógardagurinn 2012

Skógardagurinn 2012

Skógardagurinn 2012

skrifaði 12.06.2012 - 08:06

Skógardagur leikskólans, sem vera átti 23. júní hefur verið færður til föstudagsins 15. júní. 
Við ætlum að hittast við hliðið klukkan 17:00 og ganga saman inn í Aðalheiðarllund.  Á leiðinni munu börnin sjálf, með aðstoð foreldra eða annarra fylgdarmanna hengja upp verkin sín.  Verk þeirra barna, sem ekki komast þennan dag, verða hengd upp fyrir þau.  Þeir sem vilja geta tekið með sér nesti til að snæða í Aðalheiðarlundinum.

Sýningin verður því tilbúin fyrir laugardaginn 16. júní þegar Skógræktarfélag Djúpavogs heldur uppá afmælið sitt.

Allir hjartanlega velkomnir.  HDH