Skipulagning 17. júní

Skipulagning 17. júní
skrifaði 20.05.2016 - 10:0517. júní nalgast :)
Nú líður að þjóðhátíðardeginum sem ber upp á föstudegi í ár.
Umf. Neisti, ferða- og menningarmálanefnd og ALLIR aðrir áhugasamir eru velkomnir að taka þátt i hugmynda- og skipulagsvinnu svo hátíðin verði sem allra skemmtilegust.
Sú vinna fer að miklu leyti fram á facebook grubbunni 17. júní 2016 og á 1-2 fundum.
FYRSTI FUNDUR verður mánudaginn 23. maí kl. 18:00 á Við Voginn.
ATH! Við biðlum hér með til hverfanna: gulra, appelsínugulra og bleikra að velja sér 2 drottningar fyrir fyrsta fundinn.
Þeirra verk er sem áður að sjá um að virkja sín hverfi, skipuleggja og halda utan um sitt fólk sem og fara fremstar í flokki í skrúðgöngunni.
Drottningarnar verða líka að vera í hugmynda- og skipulagsvinnunni og bera ábyrgð á að koma öllum upplýsingum til sinna hverfa og verða að mæta sjálfar eða senda staðgengil á fyrsta fundinn.
Mögulega verða einhverjar breytingar og viðbætur frá því sem aður hefur verið gert en að sjálfsögðu höldum við áfram uppteknum hætti að skreyta okkar svæði og/ eða tökum höndum saman og skreytum svæðið í kringum íþróttavellina (túnið millu slökkvistöðvar og fótboltavallar) saman með litríku skrauti í bland við náttúrulegri skreytingar, einfaldar þrautabrautir og samverusvæði sem mögulega nýtist út sumarið.
Allar hugmyndir og hjalparhendur vel þegnar enda er þetta dagur allra bæjarbúa.
Áhugasamir geta farið á grubbuna "17. júní 2016" á Facebook eða haft samband við Ágústu í Arfleifð OG að sjálfsögðu hvetjum við alla: börn og fullorðna til að mæta á fundinn.
Fyrir hönd Neista og 17. júní 2016
Ágústa Margrét Arnardóttir