Skemmtilegheit í Djúpavogshreppi

Skemmtilegheit í Djúpavogshreppi
skrifaði 27.11.2015 - 08:1127. nóvember - föstudagur
Kl. 12:00 - Síldarhlaðborð í Við Voginn. Kræsingar á boðstólum.
Kl. 17:00 - Krakkabíó í Löngubúð með öllu tilheyrandi. Popp-safi-múffur og gaman!
Kl. 20:30 - Félagsvist í Löngubúð. Allir velkomnir!
28. nóvember - laugardagur
Hálsaskógur - Við bjóðum öllum þeim sem hafa áhuga á að eiga góða samverustund úti í náttúrunni að koma í Hálsaskóg í Djúpavogshreppi laugardaginn 28. nóvember kl. 12:00-15:00.
Þar verður boðið upp á skemmtilega leiki og ýmiskonar uppákomur. Einnig verður kveiktur varðeldur og hitað kakó, grillaðir sykurpúða og haft gaman saman.
Vonumst til að sjá sem allra flesta, Dröfn & Sonja
Langabúð - Barinn opinn og skífuþeytingur. DJ Ragnar Láki ætlar að þeyta skífum og gleðja okkur með góðri tónlist. Jólabjórinn kominn í hús og opið til kl. 03:00.
29. nóvember - Fyrsti í aðventu
Fjölskyldumessa í Djúpavogskirkju kl. 14:00
Fjölskyldumessa í Djúpavogskirkju 1. sunnudag í aðventu, 29. nóv. kl. 14:00.
Börn kveikja á aðventukransinum. Piparkökur og kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu.
Nýtt orgel kirkjunnar vígt.
Kveikt á jólatrénu á Bjargstúninu kl. 17:00
Ljósin á jólatré Djúpavogshrepps verða tendruð fyrsta sunnudag aðventu, þann 29. nóvember kl. 17:00, á Bjargstúninu.
Heppinn grunnskólanemi er dreginn út til að kveikja jólaljósin. Svo verður sungið og dansað kringum jólatréð.
Mögulegt er að jólasveinar kíki í snemmbúna heimsókn niður í mannabyggð og hafi jafnvel eitthvað með sér í pokahorninu.
Jólatréð er gjöf frá Skógræktarfélagi Djúpavogs.
Ungmennafélagið Neisti og Björgunarsveitin Bára leggja einnig sitt að mörkum til skemmtunarinnar.
ED