Skemmtiferðaskipið Ms. Prinsendam á Djúpavogi

Skemmtiferðaskipið Ms. Prinsendam á Djúpavogi
skrifaði 27.07.2011 - 21:07Laugardaginn 30. júlí nk. er von á skemmtiferðaskipinu Ms. Prinsendam til Djúpavogs. Skipið er um 37 þúsund brúttótonn að stærð og er farþegafjöldi þess um 800 manns. Gert er ráð fyrir því að skipið verði hér um kl. 09:00 og haldi á haf út aftur kl. 17:00. Farþegum stendur til boða ýmsar ferðir í nágrenninu t.d. ferð í Jökulsárlón, Fossaferð og sigling út í Papey.
Skipið er systurskip skemmtiferðaskipsins Ms.Maasdam, sem hefur komið tvisvar til Djúpavogs og von er á því hingað í þriðja skiptið miðvikudaginn 3. ágúst nk. með um 1200 farþega. Bæði skipin eru í eigu skipafélagsins Holland America Line.
Ferða- og menningarmálafulltrúi
BR