Djúpivogur
A A

Skemmtiferðaskipið Athena til Djúpavogs

Skemmtiferðaskipið Athena til Djúpavogs

Skemmtiferðaskipið Athena til Djúpavogs

skrifaði 10.08.2010 - 10:08

Fimmtudaginn 12. ágúst nk. er von á skemmtiferðaskipinu MW Athena til Djúpavogs. Gert er ráð fyrir því að skipið kom inn í Berufjörð kl. 10:00 um morguninn og fari kl. 22:00. Skipið er 16.144 brúttótonn, farþegafjöldinn að þessu sinni er um 350 farþegar og rétt rúmlega 200 manns í áhöfn. Skipið tekur hins vegar um 600 farþega, auk áhafnar.

Farþegar verða fluttir með léttabátum að gömlu trébryggjunni.

Rútur munu flytja farþega í Jökulsárlón kl. 13:00, 13:30 og 14:00 og koma til baka milli kl. 20:00 og 21:00. Eru íbúar beðnir um að sýna því skilning að rúturnar þurfa pláss til þess að komast að bryggjunni og athafna sig og því er vonast eftir því að öll óviðkomandi umferð sé í lágmarki á þeim tíma sem rútur eru þar.

Til gamans fylgir hér með hlekkur þar sem lesa má frekar upplýsingar um skipið og sjá myndir. Smellið hér til þess að fá frekari upplýsingar

Ferða - og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps

BR