Djúpavogshreppur
A A

Sjómannadagurinn 2020 í Djúpavogshreppi

Sjómannadagurinn 2020 í Djúpavogshreppi

Sjómannadagurinn 2020 í Djúpavogshreppi

Ólafur Björnsson skrifaði 05.06.2020 - 14:06

Því miður verður ekki sjómannadagskaffi hjá okkur þetta árið, því þó að sóttvarnarráðstafanir hafi verið minnkaðar á landsvísu, þá finnst ekki forsvaranlegt að hafa eins marga og hafa mætt síðustu ár innandyra í sambúðinni okkar.

Í staðinn og líka vegna þess að nú í haust eru 80 ár frá því að slysavarnadeildin var stofnuð, ætlum við að bjóða bæjarbúum í létt grill við Faktorshúsið eftir dorgveiðikeppnina og fyrir siglingu.

Þar geta allir sem viljað haldið sig í öruggri fjarlægð frá hvor öðrum.

En þar sem flestir hafa nú gert ráð fyrir því í heimilisbókhaldinu að mæta í kaffi á sjómannadaginn, þá er velkomið að leggja það inná okkur og styrkja þar með starfsemi sveitarinnar.

Reikningsnúmer 169-26-31092 kt: 480982-0379

Sjómannadagsnefnd