Djúpavogshreppur
A A

Sjómannadagurinn 2020

Sjómannadagurinn 2020
Cittaslow

Sjómannadagurinn 2020

Ólafur Björnsson skrifaði 08.06.2020 - 16:06

Sjómannadagurinn á Djúpavogi var einkar glæsilegur í ár. Sjómannadagsmessan fór fram utan við Faktorshúsið að viðstöddu fjölmenni. Dorgveiðikeppnin var á sínum stað en í lok hennar bauð Björgunarsveitin Bára upp á risa grillveislu þar sem pylsur og hamborgarar runnu ljúflega ofan í rúmlega 200 manns. Þá var eiginlegri sjómannadagskrá slitið með bátasiglingu en þeir bátar sem buðu upp á siglingu voru Öðlingur SU 119, Gestur SU-159, Greifinn SU-58, Freyr SU-159 og Bessí sem er þjónustubátur í eigu Fiskeldis Austfjarða.

Myndir frá þessum vel heppnaða sjómanndegi má finna með því að smella hér.