Djúpivogur
A A

Sjómannadagurinn 2010

Sjómannadagurinn 2010

Sjómannadagurinn 2010

skrifaði 08.06.2010 - 10:06

Sjómannadagurinn var haldinn á Djúpavogi í blíðskaparveðri. Forskot var reyndar tekið á sæluna á laugardagskvöldið í Löngubúð þar sem fjöldi manns var saman kominn til að hlusta á sjómenn okkar segja sögur af sjónum. Úr varð prýðisgott kvöld og sögurnar frábærar.

Sjómannadagskráin var með hefðbundnu sniði; skemmtisigling og kaffi í Sambúð, hvorutveggja vel sótt og höfðu sumir orð á því að þetta hafi verið mesti fjöldi samankominn á Sjómannadegi á Djúpavogi í mörg herrans ár. Það voru einir 8 bátar sem buðu fólki í siglingu og gaman að sjá alla nýju bátana taka þátt.

Meðfylgjandi myndir eru frá skemmtisiglingunni en undirritaður komst ekki í kaffið í Sambúð, enda drekkur hann sjálfsagt nóg kaffi í vinnunni.

Við sögðum frá því í gær að nýr björgunarbátur SVD Báru hafi verið vígður og honum gefið nafn á Sjómannadaginn. Hægt er að sjá þá umfjöllun með því að smella hér.

Myndir frá skemmtisiglingunni má hins vegar sjá með því að smella hér.

ÓB