Djúpavogshreppur
A A

Sjómannadagshelgin á Djúpavogi 2016

Sjómannadagshelgin á Djúpavogi 2016

Sjómannadagshelgin á Djúpavogi 2016

skrifaði 01.06.2016 - 08:06

 

LAUGARDAGUR 4. júní

11:00-12:00 Útskrift Djúpavogsskóla i kirkju

12:00-14:00 Sumarhátíð foreldrafélags Djúpavogsskóla: hoppukastalar, grill, gleði og gaman fyrir alla fjölskylduna á tjaldstæðinu á Djúpavogi.

14:00- 16:00 Hoppukastalar í boði álfanna á tjaldstæðinu á Djúpavogi.

16:00-18:00 Kynning og stuttar siglingar á kajak fyrir börn og fullorðna innst í höfninni. Börn verða að mæta í fylgd með fullorðnum. Björgunarbáturinn Dröfn og sjálfboðaliðar sjá til þess að allir séu öruggir í sjónum. Öllum hjartanlega velkomið að mæta með sína eigin báta, blautbúninga, kafaragræjur eða annað skemmtilegt sjósport.

19:00 Hvetjum fólk til að panta sér borð á Hótel Framtíð og borða þar saman góðan mat i tilefni sjómannadagsins. Pöntunarsími 478-8887.

20:30-21:30 "Open mic" kvöld fyrir börn og fullorðna í Löngubúð. Hljóðkerfi tengt fyrir börn til að syngja, segja sögur, brandara eða annað skemmtilegt. Kynnir og umsjónarmaður er Ágústa Margrét sem einnig mun segja skemmtilegar barnvænar sjóarasögur.

22:00 kvöldstund fyrir fullorðna i Löngubúð. Hljóðkerfi tengt fyrir þá sem vilja syngja, segja sögur, fara með ljóð eða annað létt og skemmtilegt. Valinkunnir menn munu segja "fullorðins" sjóarasögur.

 

SUNNUDAGUR 5. júní

11:00 Sjómannadagsmessa í Djúpavogskirkju. Lifandi tónlist. Sjóarasöngvar sungnir, spilað á harmonikku og gítar. Pálmi Fannar Smárason og Ágústa Margrét Arnardóttir sjá um ritningalestur.

12:30 Dorgkeppni. Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum.

13:30 Siglingar á trillum og bátum. Börn verða að vera i fylgd með fullorðnum. Eftir siglingu báta gefst áhugasömum tækifæri til að taka rúnt með Björgunarbátnum Dröfn.

15:00-16:30 Sjómannadags kaffi og kræsingar í Sambúð á vegum björgunarsveitarinnar Báru.
2000 kr. fyrir fullorðna.
750 kr. fyrir börn.
Frítt fyrir 5 ára og yngri.

15:00- 19:00 Hoppukastalar í boði útgerða og fiskvinnsla á Djúpavogi. Staðsettir á tjaldstæðinu á Djúpavogi. Börn undir 6 ára aldri verða að vera í fylgd með fullorðnum.

 

Óðinn Sævar og Ágústa