Djúpivogur
A A

Sinfóníuhljómsveit Íslands með ókeypis tónleika í dag

Sinfóníuhljómsveit Íslands með ókeypis tónleika í dag

Sinfóníuhljómsveit Íslands með ókeypis tónleika í dag

skrifaði 18.11.2015 - 10:11

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tvenna tónleika í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum í dag, miðvikudaginn 18. nóvember, og er ókeypis á þá báða. Tónleikar hljómsveitarinnar sem vera áttu í lok október féllu þá niður vegna veðurs. Hér er auðvitað um merkilegan viðburð að ræða enda ekki á hverjum degi sem 80 manna sinfóníuhljómsveit heldur út á land til að halda tónleika. Vonast til að sem flestir íbúa Austurlands sjá sér fært að mæta. 

Fræðslufulltrúi Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur sent skólastjórum leik-, grunn- og tónskóla á Austurlandi upplýsingar um tónleika hljómsveitarinnar í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum 18. nóvember með hvatningu um að þeir veki athygli á þeim. En barna- og fjölskyldutónleikar hefjast kl. 14.00 þar sem Maxímús Músíkus verður í aðalhlutverki. Aðrir tónleikar með annarri dagskrá hefjast svo kl. 18.00.

 

Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14.00 og eru þeir barna- og fjölskyldutónleikar. Maxímús Músíkus heimsækir hljómsveitina en stjórnandi er höfundur Maxímús Músíkus, Hallfríður Ólafsdóttir, fyrsti flautuleikari SÍ, og sögumaður er Valur Freyr Einarsson.
Efni tónleikanna er sérstaklega ætlað elstu börnum leikskóla og yngstu börnum grunnskóla upp að 4. bekk. Hins vegar eru allir velkomnir en hljómsveitartónlistin nær til barna á öllum aldri.

 

Seinni tónleikarnir hefjast kl. 18.00. Hljómsveitarstjórinn og tónskáldið Daníel Bjarnason stjórnar einu allra fegursta tónverk sögunnar, hinum undurfagra klarínettkonsert Mozarts í flutningi eins okkar fremsta tónlistarmanns af yngri kynslóðinni, Arngunnar Árnadóttur. Tónleikunum lýkur á stórbrotinni og hádramatískri sinfóníu Tsjajkovskíjs sem var samin á miklu erfiðleikaskeiði í lífi hans árið 1877. 

 

Hér er fésbókarsíða viðburðarins.

 

Texti frá Óðni Gunnari Óðinssyni