Djúpivogur
A A

Síðustu forvöð að sjá Rúllandi snjóbolti/11

Síðustu forvöð að sjá Rúllandi snjóbolti/11

Síðustu forvöð að sjá Rúllandi snjóbolti/11

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 17.08.2018 - 10:08

Síðasta opnunarhelgi sýningarinnar Rúllandi snjóbolti /11 er framundan en henni lýkur 19.ágúst.

Opnunartíminn er 11-16 og sýningin er staðsett í Bræðslunni á Djúpavogi.

Rúllandi snjóbolti er alþjóðleg myndlistarsýning sem er ein stærsta samtímalistasýning á Íslandi. Sýningin er samvinnuverkefni Djúpavogshrepps og CEAC. Þessi kínversk-evrópska menningarmiðstöð er löngu orðin þekkt í kínverska og evrópska listaheiminum og hefur staðið fyrir mörgum, stórum sýningum í Kína og á Íslandi. Sýningin Rúllandi snjóbolti hlaut Menningarverðaun SSA árið 2015 og tilnefningu til Eyrarrósarinnar árin 2016, 2017 og 2018.

Aðgangur er ókeypis! Ekki láta þetta framhjá þér fara!