Djúpavogshreppur
A A

Síðbúnar myndir frá skötuveislu í Tryggvabúð

Síðbúnar myndir frá skötuveislu í Tryggvabúð

Síðbúnar myndir frá skötuveislu í Tryggvabúð

skrifaði 22.01.2016 - 13:01

Félag eldri borgara í Djúpavogshreppi efndi til heljarinnar skötuveislu í Tryggvabúð á nýliðinni Þorláksmessu. Þar var boðið upp á afbragðs skötu með öllu tilheyrandi auk saltfisks og svo var auðvitað boðið upp á kaffi og konfekt eftir átið. Veislan var gífurlega vel sótt en líklega hafa milli 60 og 70 manns mætt í það heila.

Þetta var skemmtileg samverustund sem vonandi verður að árlegum viðburði hér í Djúpavogshreppi.

Myndir má sjá hér.

ÓB