Djúpivogur
A A

Síðbúnar myndir frá formlegri opnun Djúpsins

Síðbúnar myndir frá formlegri opnun Djúpsins

Síðbúnar myndir frá formlegri opnun Djúpsins

skrifaði 14.01.2015 - 14:01

Einhverra hluta vegna hefur það algerlega farist fyrir að setja inn myndir frá opnun Djúpsins. Við getum lítið annað en beðist afsökunar á því og reyna að bæta úr því hér með.

Í vor undirrituðu Austurbrú ses., Afl starfsgreinafélag og Djúpavogshreppur viljayfirlýsingu um stofnun frumkvöðlaseturs á Djúpavogi. Tilgangur setursins er að styðja frumkvöðla við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og skapa ný atvinnutækifæri á Djúpavogi og víðar í landshlutanum. Setrið sem er staðsett í Sambúð hlaut nafnið Djúpið.

Að kvöldi 3. nóvember var Djúpið síðan formlega opnað. Gestum gafst kostur á að skoða aðstöðuna og njóta veglegra veitinga. Á þessari opnun tóku til máls Gauti Jóhannesson sveitarstjóri og Lára Vilbergsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, auk Ölfu Freysdóttur verkefnastjóra Djúpsins.

Fyrr um daginn var haldið námskeiðið Sköpunarkjarkur í Djúpinu en þar kenndi Karl Guðmundsson, ráðgjafi í vöruþróun og markaðsmálum, á einföld verkfæri sem nýst get til að virkja sköpunarkraftinn. Námskeiðið var mjög vel sótt.

Myndir frá ofantöldu má sjá með því að smella hér.

ÓB