Djúpavogshreppur
A A

Síðbúnar myndir frá 17. júní 2020 á Djúpavogi

Síðbúnar myndir frá 17. júní 2020 á Djúpavogi

Síðbúnar myndir frá 17. júní 2020 á Djúpavogi

Ólafur Björnsson skrifaði 08.07.2020 - 15:07

17. júní var að venju fagnað hér á Djúpavogi. Dagskrá var með hefðbundnum hætti, skrúðganga frá grunnskólanujm að Neistavelli og leikir og gleði við Neista. Sigurásta Guðbjörg Ólafsdóttir var fjallkona, UMF Neisti veitti verðlaun fyrir góðan árangur í íþróttum og svo voru grillaðir hamborgarar og pulsur ofan í viðstadda. Að hefðbundinni dagskrá lokinni voru síðan spilaðir leikir í Djúpavogsdeildinni.

Það er gaman að segja frá því að Jón Friðrik Sigurðsson, einn dyggasti fótboltaáhorfandi Djúpavogs sl. áratugi ákvað að gefa Djúpavogsdeildinni veglegar gjafir, nánar tiltekið tvo bikara. Einn stóran farandbikar og annan eignarbikar. Hann hefur jafnframt ákveðið að gefa sigurliði deildarinnar árlega eignarbikar svo lengi sem deildin verður spiluð. Frábært framtak hjá Jóni.

Myndir frá þessum góða degi má sjá með því að smella hér.

Hluti myndanna er frá Maciej Pietrunko og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Myndirnar hans eru merktar honum.