Djúpivogur
A A

Síðasti fundur sveitarstjórnar Djúpavogshrepps

Síðasti fundur sveitarstjórnar Djúpavogshrepps
Cittaslow

Síðasti fundur sveitarstjórnar Djúpavogshrepps

Ólafur Björnsson skrifaði 02.10.2020 - 08:10

Síðasti fundur sveitarstjórnar Djúpavogshrepps, 8. aukafundur, var haldinn í gær. Eitt mál var á dagskrá, samruni Djúpavogshrepps við nýtt sameinað sveitarfélag.

Á fundinum var bókað eftirfarandi:

„Sveitarstjórn Djúpavogshrepps sem kjörin var 2018 þakkar íbúum og samstarfsaðilum fyrir ánægjuleg samskipti á þeim tveimur árum rúmlega sem hún hefur starfað. Sveitarstjórn óskar nýrri sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags sömuleiðis allra heilla og farsældar í störfum sínum.

Jafnframt hvetur fráfarandi sveitarstjórn íbúa hreppsins til að standa, hér eftir sem hingað til, vörð um hagsmuni og sérstöðu svæðisins með því að vera virkir þátttakendur í nýju sveitarfélagi og stuðla með því að viðhaldi þess öfluga og frjóa mannlífs sem einkennt hefur Djúpavogshrepp til þessa.“

Upphaflega stóð til að halda kaffisamsæti með íbúum af þessu tilefni en í ljósi aðstæðna var fallið frá því. Á myndinni er allir brosandi – nema kannski Kári.