Djúpivogur
A A

Síðasta undankvöld spurningakeppni Neista 2018

Síðasta undankvöld spurningakeppni Neista 2018

Síðasta undankvöld spurningakeppni Neista 2018

skrifaði 21.03.2018 - 15:03

Á morgun, fimmtudag, er komið að lokakvöldi undankeppninnar í árlegri spurningakeppni Neista. Þá mætir lið Eyfreyjuness liði Bragðavalla og Laxar etja kappi við Við voginn.

Leikar hefjast kl. 20:00 í Löngubúð og miðaverð er 1.000 kr.

Sigurvegarar keppa svo um sæti í úrslitum sem fram fara laugardaginn 24. mars á Hótel Framtíð

Sjáumst öll hress!

UMF Neisti