Djúpivogur
A A

September Búinn 2010

September Búinn 2010

September Búinn 2010

skrifaði 11.10.2010 - 16:10

Nú hefur heilsuátakið Búinn staðið yfir í 4 vikur og þátttakan verið mjög góð. Um 30 manns á öllum aldri taka þátt og skrá allar sínar íþróttaiðkanir á þar til gert blað í íþróttamiðstöðinni, hvort sem það er fótbolti, blak, brennó, badminton, þrek, sund, lyftingar, ganga, hjól eða hlaup.

Mánudaginn 4. október sl. hittist hópurinn og farið var yfir stöðu átaksins og framhaldið, sem er heldur betur spennandi. Verðlaun voru veitt fyrir bestu ástundunina í september og er það hún Gréta íþróttafrík sem ber nú titilinn „September Búinn- búin að vera lang duglegust að mæta“ Hún fékk í verðlaun dýrindis fisk og fallega tösku frá fyrirtækjum hér í byggðarlaginu.

Einnig kom íþróttafræðingurinn Dagný Erla Ómarsdóttir og setti upp frábærann þrekhring í íþróttasal, kenndi skemmtilegan upphitunarleik og góðar æfingar sem fyrirhugað er að halda áfram með alla föstudaga frá kl 17:30-19:00. Von er á Dagný aftur í heimsókn í byrjun nóvember og í þriðja skiptið í byrjun desember.

Allir tímar á vetrardagskrá ÍMD eru opnir öllum hvort sem þeir eru í Búanum eða ekki. Einnig er fjölmargt hægt að gera í íþróttamiðstöðinni utan skipulagðra tíma. Ennþá geta áhugasamir skráð sig í Búann en nú eru 2 mánuðir eftir til að koma sér í gott form, styrkjast og/eða grennast fyrir jólin.

Heilbrigði og hreyfing er góður lífstíll fyrir alla og býður íþróttamiðstöðin upp á fjölbreytta tíma fyrir karla, konur og krakka, auk þess sem yngstu börnin fá frábæra hreyfingu og skemmtun í barnagæslunni alla þriðjudaga og fimmtudaga.

Búinn 2010 er á Facebook, sjá meðfylgjandi hlekk með því að smella hér

ÁMA

BR