Djúpivogur
A A

Sauðburður hafinn í Fossárdal

Sauðburður hafinn í Fossárdal

Sauðburður hafinn í Fossárdal

skrifaði 11.05.2012 - 11:05

Okkur barst eftirfarandi texti og myndir frá Guðnýju og Hafliða í Fossárdal:

Nú er sauðburður hafinn í Fossárdal.  Bændur þar vilja bjóða fólk velkomið í fjarhúsin til að fylgjast með sauðburði, skoða lömb eða jafnvel hjálpa til.

Sólarhringsvakt er í húsunum út maímánuð svo að engin tímamörk eru á heimsóknum.  Ef mikið er að gera þegar fólk ber að garði er ekki víst að bændur hafi tíma til að standa og spjalla. Verða gestir að virða það og vera sjálfum sér nógir, þegar svo ber undir.  

Gestir eru á eigin ábyrgð.

Vegna smithættu eru gestir beðnir um að koma ekki í skóm sem hafa verið notaðir  í öðrum fjárhúsum.

ÓB

 

 

Fyrstu lömbin í Fossárdal 2012