Samtal við matvælageirann á Austfjörðum

Samtal við matvælageirann á Austfjörðum
Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 26.09.2018 - 13:09Íslandsstofa, í samstarfi við Austurbrú, boðar til fundar á Egilsstöðum til að ræða tækifæri og áskoranir í útflutningi matvæla.
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 2. október kl. 10:00-12:30 á Icelandair hótel Héraði á Egilsstöðum.
Fundurinn er fyrir aðila í framleiðslu og útflutningi matvæla og þá sem selja matvæli til erlendra ferðamanna. Allir áhugasamir um málefnið eru auk þess velkomnir á fundinn.
Starfsmenn á sviði matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar hjá Íslandsstofu munu kynna helstu verkefni Íslandsstofu og þjónustu sem nýst getur matvælaframleiðendum.
Oddný Anna Björnsdóttir, sjálfstæður ráðgjafi og bóndi í Gautavík, greinir frá helstu niðurstöðum greiningar á gildi þess að nýta vottanir og upprunamerki matvæla í markaðsstarfi, sem hún vann fyrir Íslandsstofu. Einnig er markmið fundarins að eiga samtal við matvælafyrirtæki á svæðinu; kynnast starfsemi þeirra, áherslum og viðhorfi varðandi útflutning og sölu matvæla til erlendra ferðamanna.
Fulltrúar matvælaframleiðenda á Austfjörðum eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt í umræðum um tækifæri og framtíðarsýn fyrir sitt svæði og hvernig Íslandsstofa getur sem best stutt við matvælaframleiðendur og útflytjendur matvæla á svæðinu.
skráning og nánari upplýsingar má finna á síðu íslandsstofu