Djúpavogshreppur
A A

Samstaða um Lónsheiðargöng

Samstaða um Lónsheiðargöng

Samstaða um Lónsheiðargöng

skrifaði 12.12.2006 - 00:12

SamstaðaStofnaður hefur verið hópur um Lónsheiðargöng innan áhugahópsins Samstöðu, sem upphaflega var stofnuð til að berjast fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar.

Með stofnun samstöðu og með sterki samstöðu íbúa svæðins var þeim árangri náð að koma ráðamönnum í skilning um mikilvægi þess að ráðast í þessa mikilvægu framkvæmd. Fyrst og fremst var það gert í þágu umferðaröryggis. Í dag dylst engum að framkvæmdin, þ.e. tvöföldun brautarinnar, hefur þegar skilað meiri árangri en nokkur þorði að vona.

Áhugahópur um tvöfalda Reykjanesbraut hefur tekið þá ákvörðun að leggja sitt að mörkum til árangurs í vegabótum og fækkun umferðaslysa á Íslandi. Þetta vill hópurinn gera með markvissri vinnu um fjölgun baráttuhópa um umferðaröryggi um allt land. Baráttu- og grasrótarhópa sem hver og einn hefur það hlutverk að upplýsa hættur og mögulegar úrbætur á sínu svæði og/eða landshluta. Skráning aðila innan hvers hóps verði skilvirk með þeim tilgangi að skapa sterka rödd á hverjum stað.

Baráttuhópur um Lónsheiðargöng hefur fengið heimasíðu á vef samstöðu. Á vefnum er hægt að skrá sig í baráttuhópinn og leggja með því lóð á vogarskálarnar. Markmiðið er að ráðist verði í gerð ganga undir Lónsheiði sem allra fyrst og hinn alræmdi vegur um Hvalnes- og Þvottárskriður verði aflagður.

Smellið hér til að skrá ykkur í Samstöðu.

Frétt af horn.is