Djúpavogshreppur
A A

Samráðsfundur fyrir bændur, heimavinnsluaðila og smáframleiðendur

Samráðsfundur fyrir bændur, heimavinnsluaðila og smáframleiðendur

Samráðsfundur fyrir bændur, heimavinnsluaðila og smáframleiðendur

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 09.01.2019 - 09:01

Þriðjudaginn 15. janúar kl. 20:00, í fundarsal Austurbrúar Egilsstöðum, verður samráðsfundur fyrir bændur, heimavinnsluaðila og smáframleiðendur sem hafa áhuga á að taka þátt í REKO Austurland. Meðlimir REKO Hornafjörður eru hvattir til að mæta líka.

Á fundinum verður farið yfir hugmyndafræðina, þá reynslu sem komin er hjá öðrum hópum og þátttakendum gefið færi á að kynnast, spjalla saman, spyrja spurninga og ákveða í sameiningu hvernig viljinn er að gera þetta hér á Austurlandi.

Eins er markmiðið að taka ákvörðun um hvenær og hvar fyrsta REKO afhendingin verður og búa til fyrsta viðburðinn.

Vonast er eftir að sjá sem flesta!

Endilega látið þá sem þið þekkið og teljið að hafi áhuga vita af þessu.

Milliliðalaus sala á matvælum færist í vöxt. Ein birtingarmynd þess er svokölluð REKO-hugmyndafræði sem rekin er í gegnum Facebook-hópa.

Matarauður Íslands - í samvinnu við Bændasamtök Íslands - hefur unnið að því að koma REKO-hugmyndafræðinni af stað hér á landi og eru nú að myndast hópar um land allt. Þeir hópar sem þegar hafa verið með afhendingar eru REKO Reykjavík, Vesturland, Sunnanverðir Vestfirðir, Norðurland, Suðurland og í næstu viku verður tekin ákvörðun um fyrstu afhendingu REKO Austurlands og Hornarfjarðar.

Fyrirkomulagið er þannig að stofnaður er viðburður (e: event) inn í hverjum hópi fyrir hverja afhendingu. Framleiðendur setja inn færslur inn í þá viðburði sem þeir vilja taka þátt í þar sem þeir tilgreina hvað þeir hafi í boði og hvað það kosti. Undir hverja færslu setja áhugasamir kaupendur inn athugasemd þar sem þeir tilgreina hvað þeir vilji kaupa og hve mikið. Þeir geta einnig gert það í einkaskilaboðum til framleiðenda.

Kaupendur greiða framleiðendunum svo rafrænt fyrir það sem þeir ætla að kaupa - fyrir afhendingardaginn. Á afhendingardeginum afhenda framleiðendur kaupendum síðan vörurnar milliliðalaust,

Tilgangurinn með REKO er að efla nærsamfélagsneyslu og færa framleiðendur og kaupendur nær hver öðrum; gera matarhandverki og heimavinnslu hærra undir höfði og færa smáframleiðendur ofar í virðiskeðjuna.

Hér má sjá svör við algengum spurningum tengdum REKO: https://mataraudur.is/reko-algengar-spurningar-og-svor-fyrir-framleidendur/

Hér er viðtal við verkefnastjóra REKO hjá Matarauði Íslands um verkefnið: https://www.n4.is/is/thaettir/file/reko