Djúpivogur
A A

Samkeppni um fallegasta piparkökuhúsið

Samkeppni um fallegasta piparkökuhúsið

Samkeppni um fallegasta piparkökuhúsið

skrifaði 22.12.2010 - 09:12

Piparkökuhúsasamkeppni Djúpavogs 2010 verður haldin dagana 29. nóv. til 20. des.  Húsunum er skilað inn til starfsfólks í Samkaup Strax á þessum dögum og mun dómnefndin skera úr um það hver er með flottasta húsin en veittir eru vinningar fyrir 3 flottustu húsin.

Verðlaun eru veitt á Þorláksmessu en þá verður mikið um dýrðir í Samkaup Strax á Djúpavogi. Sungnir verða jólasöngvar, fluttar frumsamdar jólasögur eftir nemendur Grunnskólans og von er á rauðklæddum sveinum í heimsókn.

Fjörið byrjar kl. 16:00 og stendur til kl. 18:00 og verða léttar veitingar í boði.

Djúpavogsbúar, nú er um að gera að þurrka af keppnisskapinu og hefjast handa

Sjáumst hress og kát

Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir