Djúpavogshreppur
A A

Samkeppni um beztu ljósmyndina af Búlandstindi

Samkeppni um beztu ljósmyndina af Búlandstindi

Samkeppni um beztu ljósmyndina af Búlandstindi

skrifaði 24.10.2006 - 00:10

Búlandstindur er verðugt viðfangsefni þeirra, sem vilja taka landslagsmyndir, enda eru margir, sem spreyta sig á því.

Heimasíðan og aðstandendur hennar eiga í fórum sínum margar myndir af þessu stílhreina fjalli, en við viljum gjarnan bæta við.

Því höfum við ákveðið að efna til samkeppni um beztu ljósmyndina af Búlandstindi. Kveikjan að þessari samkeppni er mynd, sem bar fyrir augu aðalritstjóra heimasíðunnar og er hún birt með auglýsingu þessari, svona til að koma mönnum í gang. Sú mynd verður að sjálfsögðu gjaldgeng í keppnina. Tekið er fram að heimasíðan áskilur sér notkunarrétt á öllum myndum, sem inn verða sendar, bæði á vef sveitarfélagsins og í auglýsingabæklingum á vegum þess, án sérstakrar greiðslu.

Búlandstindur small 

Í dómnefnd verða: Steinunn Björg Helgadóttir, Kirsten Rühl (Tenni) og Albert Jensson.

Hver og einn þátttakandi má mest skila inn 3 myndum (undir fullu nafni og með símanúmeri / netfangi) á netfangið djupivogur@djupivogur.is

Skilafrestur er til 15. nóvember.

Úrslit verða kynnt, þegar dómnefnd hefur lokið störfum.

BHG