Djúpavogshreppur
A A

Sameiningarkosningar - kosningavaka

Sameiningarkosningar - kosningavaka

Sameiningarkosningar - kosningavaka

Ólafur Björnsson skrifaði 20.10.2019 - 22:10

Kosið verður um sameiningu Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar laugardaginn 26. október. Af því tilefni er vakin athygli á eftirfarandi:

Laugardaginn 26. október verður kosningavaka í Löngubúð frá kl. 21:00 – 24:00. Stutt Pub Quiz hefst kl. 21:00. Gert er ráð fyrir að úrslit liggi fyrir í atkvæðagreiðslunni fyrir miðnættið. Íbúar eru hvattir til að mæta og eiga skemmtilega stund saman.