Djúpivogur
A A

Sameining sveitarfélaga - könnun

Sameining sveitarfélaga - könnun

Sameining sveitarfélaga - könnun

skrifaði 02.02.2017 - 11:02

Kæru íbúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Djúpavogshrepps og Skaftárhrepps.

Vinna stendur nú yfir að greiningu á kostum og göllum þess að sameina Sveitarfélagið Hornafjörð, Djúpavogshrepp og Skaftárhrepp í eitt sveitarfélag. Verkefninu er stýrt af ráðgjafarsviði KPMG. Í framhaldi af þeirri vinnu fer fram umræða innan sveitarstjórna sveitarfélaganna um tillöguna.

Sjónarmið íbúa sveitarfélaganna skipta miklu máli við gerð þessarar greiningar og því eru íbúar hvattir til þess að taka þátt í skoðanakönnun um málefnið (7-10 mínútur).

Könnunin er nafnlaus og er ekki hægt að rekja svör til þátttakenda. Smellið hér til þess að taka þátt í könnuninni.

Þeir sem ekki hafa tök á að svara könnunni rafrænt geta nálgast útprentað eintak á skrifstofum sveitarfélaganna.

Sveitarstjórnir sveitarfélaganna þriggja hvetja alla íbúa til þess að taka virkan þátt í þessu verkefni með því að svara þessari könnun.

Síðar í þessu greiningarferli verður boðað til íbúafunda þar sem farið verður nánar út í þá þætti sem skipta íbúa hvað mestu máli í framtíðinni. Nánar auglýst síðar.

Könnunin er opin til 10. febrúar.

Með von um góða þátttöku,

jpg