Djúpivogur
A A

Sálræn eftirköst áfalla - Rudolf Adolfsson á Djúpavogi

Sálræn eftirköst áfalla - Rudolf Adolfsson á Djúpavogi

Sálræn eftirköst áfalla - Rudolf Adolfsson á Djúpavogi

skrifaði 24.10.2014 - 11:10

Undanfarna mánuði hef ég unnið að því að fá til okkar geðhjúkrunafræðing frá miðstöð áfallahjálpar af Bráðasviði LSH í Fossvogi. Tilgangurinn er að halda samstöðufund fyrir íbúa á Djúpavogi og Breiðdalsvík sem og alla viðbragðsaðila á svæðinu, s.s. slökkvilið, sjúkraflutningamenn, rauðikrossinn, slysavarnarfélagið o.s.frv.

Nú er svo komið að þann 25.-26. nóvember mun Rudolf Adolfsson, geðhjúkrunarfræðingur frá áfallamiðstöð LSH í Fossvogi, koma hingað á Djúpavog.

Dagskráin verður þannig að hann mun halda sameiginlegan fund fyrir íbúa Djúpavogshrepps og Breiðdalshrepps þriðjudaginn 25. nóvember kl. 19:30 í Djúpavogskirkju. Sá fundur mun bera yfirskriftina Sálræn eftirköst áfalla - leiðbeiningar og úrræði fyrir þolendur og aðstandendur þeirra.

Miðvikudaginn 26. nóvember kl. 12:00 mun Rúdolf vera með sameiginlegan fund fyrir starfsfólk Djúpavogsskóla.

Sama dag, kl. 16:00, mun svo vera haldinn fundur fyrir alla viðbragðsaðila á Djúpavogi og Breiðdalsvík. Hann mun þá stikla á ýmsum þáttum í okkar starfi og þjappa þessum góða hópi enn betur saman. Farið verður sérstaklega yfir viðranir af ýmsum toga í kjölfar tiltekinna atriða og margt fleira sem nýtist starfinu.

Berta Björg Sæmundsdóttir,
hjúkrunafræðingur