Djúpivogur
A A

Safnað fyrir Landsmóti

Safnað fyrir Landsmóti

Safnað fyrir Landsmóti

skrifaði 16.10.2014 - 13:10

Helgina 24-26. okt. verður Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar . Að þessu sinni verður það haldið á Hvammstanga og fara 10 unglingar á mótið frá Djúpavogi ásamt tveimur leiðtogum.

Til fjáröflunar ætla unglingarnir að hafa kökubasar, föstudaginn 17. okt. í Samkaup milli kl. 16.00 til 18.00.

Einnig mun unga fólkið selja happdrættismiða með glæsilegum vinningum, en ÆSKA (þ.e ÆSkulýðsfélög Kirkna á Austurlandi) stendur fyrir happdrættinu til að styrkja unglingana til ferðarinnar.
Fyrirtæki hér á Djúpavogi gáfu veglega vinninga og vil ég þakka þeim stuðninginn.

Mig langar að biðja fólk að taka vel á móti unglingunum og styðja þau í góðu og uppbyggjandi starfi.

Leggja má inn á reikning Djúpavogskirkju:
1147-05-401166 kt. 500169-2499
Sóknarprestur