Djúpavogshreppur
A A

SVD Bára 70 ára

SVD Bára 70 ára

SVD Bára 70 ára

skrifaði 28.09.2010 - 17:09

Sunnudaginn 26. september sl. var efndi SVD Bára til stórveislu í Sambúð í tilefni af því að í ár fagnar deildin 70 ára afmæli. Fjölmargir lögðu leið sína í veisluna og gúffuðu í sig kræsingum og kaffi.

Reynir Arnórsson, formaður SVD Báru flutti ávarp þar sem hann rakti í stuttu máli sögu og starf deildarinnar. Gauti Jóhannesson sveitarstjóri afhenti deildinni blómvönd og peningastyrk að upphæð kr. 100.000.- frá Djúpavogshreppi auk þess sem hann færði Reyni sérstaka viðurkenningu fyrir áralangt og farsælt starf.

Þá var nýtt lógó deildarinnar formlega kynnt en höfundur þess er Albert Jensson. Þá voru tæki og búnaður SVD Báru til sýningar og einnig gaf þar að líta skjávarpasýning með myndum frá starfi deildarinnar.

Meðfylgjandi myndir tók Andrés Skúlason.

ÓB