Djúpivogur
A A

Ruslahreinsun

Ruslahreinsun

Ruslahreinsun

skrifaði 21.09.2006 - 00:09

Í morgun, fimmtudaginn 21. september fórum við í 1. og 2. bekk út að hreinsa rusl í kringum skólann.  Allir voru með plastpoka og tíndum við allt rusl sem við sáum. Við fundum:  Safafernur, bjórdós, gosflöskur, fullt af nammibréfum, glerbrot, nagla, spítur, einangrunarplast, plaströr, (úr safafernum) nagla, sígarettustubba, rafmagnsrör, spotta, sleikjópinna pappír (alls konar) plastpoka, gúmmí, rafmagnsrör, tyggjóklessur. Þetta virðist vera all nokkuð en okkur kom þó saman um að þetta væri miklu minna en oft áður, svo vonandi verður bara ekkert rusl þegar næsti bekkur fer út að hreinsa. Það að ruslið er svona miklu minna en áður segir okkur vonandi þá sögu að allir eru farnir að passa betur að henda ekki frá sér rusli, þannig að það fjúki út um allt.  ÞJ