Djúpavogshreppur
A A

Rúllandi snjóbolti/6 tilnefndur til Eyrarrósarinnar

Rúllandi snjóbolti/6 tilnefndur til Eyrarrósarinnar

Rúllandi snjóbolti/6 tilnefndur til Eyrarrósarinnar

skrifaði 20.01.2016 - 21:01

Djúpavogshreppi er það mikil ánægja að tilkynna að nútímalistasýningin Rúllandi snjóbolti/6, Djúpivogur, sem sýnd var í Bræðslunni sl. sumar, hefur verið tilnefnd til Eyrarrósarinnar ásamt 10 öðrum verkefnum. Tilnefningin er strax mikill heiður og þess má geta að Hammondhátíð Djúpavogs hlaut tilnefningu 2014.

Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. Það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum frá upphafi árið 2005. 

 

Við óskum öllum þeim sem komu að Rúllandi snjóbolta/6, Djúpivogur og lögðu hönd á plóg við að gera þetta ótrúlega verkefni að veruleika innilega til hamingju!

 

Meira um tilnefninguna í ár.