Djúpivogur
A A

Rúllandi snjóbolti valinn á Eyrarrósarlistann 2017

Rúllandi snjóbolti valinn á Eyrarrósarlistann 2017

Rúllandi snjóbolti valinn á Eyrarrósarlistann 2017

skrifaði 08.02.2017 - 11:02

Rúllandi snjóbolti er meðal þeirra sex verkefna sem hafa verið valin á Eyrrarósarlistann 2017.

Vig­dís Jak­obs­dótt­ir, nýr list­rænn stjórn­andi Lista­hátíðar í Reykja­vík sem held­ur utan um Eyr­ar­rós­ar­verk­efnið, seg­ir að um­sókn­ir um Eyr­ar­rós­ina hafi sjald­an verið fleiri en hún verður nú af­hent í þrett­ánda sinn. Áhug­inn fyr­ir verk­efn­inu sé því mik­ill. „Það er mjög mikið af glæsi­leg­um lista- og menn­ing­ar­verk­efn­um á lands­byggðinni, það er ein ástæðan fyr­ir fjölda um­sókna. Önnur ástæða er að Eyr­ar­rós­in er mjög gott tæki­færi til að vekja at­hygli á þess­um góðu verk­efn­um. Þá hafa pen­inga­verðlaun­in sitt að segja,“ seg­ir Vig­dís og bæt­ir við að upp­hæð verðlaun­anna hafi nú verið hækkuð, upp í tvær millj­ón­ir, og það muni um minna í menn­ing­unni, úti á landi sem ann­ars staðar.

Um Rúllandi snjóbolta segir í umsögn:
Í gömlu Bræðslunni á Djúpa­vogi hef­ur alþjóðlega sam­tíma­lista­sýn­ing­in Rúllandi snjó­bolti verið hald­in ár­lega frá ár­inu 2014 og styrk­ir stöðu sína með hverju ári. Um er að ræða eft­ir­tekt­ar­vert og afar metnaðarfullt sam­starfs­verk­efni Djúpa­vogs­hrepps og CEAC (Chinese Europe­an Art Center). Á sýn­ing­unni síðastliðið sum­ar áttu 32 ís­lensk­ir og er­lend­ir lista­menn verk á sýn­ing­unni og þannig er um að ræða eina stærstu sam­tíma­lista­sýn­ingu árs­ins hér­lend­is. Aðgang­ur á sýn­ing­una var ókeyp­is og nutu bæði Aust­f­irðing­ar og ferðamenn góðs af.

Þetta er í annað sinn sem verkefni frá Djúpavogi er valið á listann, en Hammondhátíð Djúpavogs var valin árið 2015.

Við óskum Rúllandi snjóbolta innilega til hamingju með tilnefninguna en for­setafrú­in El­iza Reid, nýr vernd­ari Eyr­ar­rós­ar­inn­ar, mun af­henda verðlaun­in 16. fe­brú­ar næst­kom­andi við at­höfn í Verk­smiðjunni á Hjalteyri, sem er hand­hafi Eyr­ar­rós­ar­inn­ar frá síðasta ári.

Sjá nánar í frétt á mbl.is.

ÓB